Friday, April 30, 2010

Nei guð...





Nú get ég hana ekki lengur. Halló góðan daginn... hvaða pjöllushow er í gangi?!

-B

Thursday, April 29, 2010

Mig langar í...









sérstaklega samt svarta maxi kjólinn og græna með mesh.

shakuhachi

-B

Wednesday, April 28, 2010

Hvað finnst ÞÉR um þetta?


...ég get ekki sagt að ég sé hrifin.

-B



mynd: dazed digital

Monday, April 26, 2010

Kate Lanphear!

Ó þú heilög fashion momma, sem mér hefur kennt allt sem ég kann. Ég tilbið þig bæði kvölds og morgna. Ef ég mætti eiga fataskáp einnar manneskju á jörðinni, þá yrði þinn fataskápur svo sannarlega fyrir valinu.

Kate Lanphear er style director hjá US Elle, og imo the best dressed person on earth. Hún púllar þetta rokkara lúkk, án þess að vera tacky, eða fara einhverntíman yfir strikið. Kæruleysislega
fabulous.

















myndir thefashionspot.com & jak&jil

-B

Saturday, April 24, 2010

trendsetterar sjöunda áratugarins.

Edie Sedgwick og Sharon Tate hafa lengi verið uppáhalds sixties iconin mín. Sixties tímabilið heillar mig hvað varðar föt, en ég elska minimalíska stílinn sem einkenndi þetta tímabil. Flest föt voru einföld í sniði, en ósjaldan brotin upp með grófu skarti og áberandi augnmálningu.

Edie og Sharon eiga margt sameiginlegt. Þær voru báðar fæddar árið 1943, urðu miklir áhrifavaldar í tísku ungra kvenna frá 1960-1970, og létu lífið fyrir aldur fram. Edie var langt leidd af eiturlyfjaneyslu, og dó í kjölfarið af því, árið 1971. Sharon var hins vegar myrt hrottalega af Manson fjölskyldunni, gengin 8 og 1/2 mánuð á leið með barn leikstjórans Roman Polanski, árið 1969.

Þrátt fyrir að langt sé síðan að þær féllu frá, mun Sharon alltaf verða minnst fyrir tímalausa fegurð sína, og Edie verður alltaf þekkt sem stjórnlausa fiðrildið, og THE it-girl sjöunda áratugarins. Segja má að týpíska sixties make-up lúkkið sé að mestu þeim að þakka. Hvít augnlok, römmuð í breiðar línur af svörtum eyeliner, og nude varir.



EDIE SEDGWICK










Edie þótti nokkuð áberandi í fatavali, enda sást hún ósjaldan sprangandi um á samfellu og sokkabuxum einum saman. Við þetta klæddist hún hælum, og aðal einkennismerkið hennar voru eyrnalokkar sem náðu niður á axlir.


cake eyeliner - make up store
hálsmen - asos
eyrnalokkar - asos
sailor kjóll - topshop
blár kjóll - asos
pels - ebay
samfella - american apparel (am.app. módel bregðast seint. alltaf eitthvað að dólgast og bera sig)
skór - urban outfitters
sokkabuxur - topshop
varalitur - make up store





SHARON TATE
















Stíll Sharon einkenndist af hinum gullna millivegi. Ekki of kvenleg, en ekki of látlaus heldur. Hún var dalítið á undan sinni samtíð, því hún klæddist mikið af víðum skyrtum og mynstri sem einkenndi frekar áttunda áratuginn.


Skyrta m/ slaufu - BikBok
Armbönd - nasty gal
skór - din sko
hárband - topshop
buxur - miss selfridge
skyrta - miss selfridge
knit kjóll - topshop
eyrnalokkar - bikbok
maxi kjóll - topshop
pils - topshop
eyeliner - make up store
augnskuggi (brown sugar) - make up store


-B

Libertine Libertine

Ég ætla að kynna nýtt og F L O T T herrafata merki !
Libertine Libertine
Við erum að ræða Designer frá Acne og Klæðskera frá Björkvin !!
(ef mínar heimildir mínar eru réttar)

Myndirnar tala auðvitað sýnu máli en að mínu mati eitt heitt merki til að fylgjast með!
Libertine Libertineverður í boði í Galleri 17 í Haust 2010!

Leyfum nú myndunum að tala sýnu máli !!




Ég veit það að ég vil sjá kærastann minn
í þessari flottu köflóttu skyrtu !!!




http://www.libertine-libertine.com

Góða skemmtun allir saman í kvöld !!!

-T

Friday, April 23, 2010

halló strákar!

Við ætlum ekki bara að blogga um efni tengt stelpum! Færslan um naglalökkin var t.d sérstaklega tileinkuð karlmönnum.

Ég er voða mikill strákur í mér og viðurkenni að helmingurinn af fötunum mínum eru strákaföt! Ég veit... hvað er að frétta og allt það... En þannig er ég nú bara!

Ef ég væri hins vegar strákur alveg út í gegn, þá myndi mér finnast þetta fallegt (þá myndi ég samt sennilegast ekki nota orðið 'fallegt' yfir föt) :


hnésokkar - american apparel
blazer - cheap monday (weekday)
skór - clae (galleri sautján)
buxur - all saints
sólgleraugu - all saints
bolur - religion
hattur - all saints
belti - acne


...nei þú ert ekki einn/ein um það að finnast drengurinn á myndinni asnalegur.


-B